Hvernig byrjaði þetta, og hvað er Krill?
Þetta byrjaði allt í eldhúsi í Garðabæ við að undirbúa matarboð.
Heimagerð uppskrift að vinsælum skandinavískum rétti sem kallast Toast Skagen, sem innihélt sjálfbærar handpillaðar rækjur frá Svíþjóð, sló í gegn í veislunni. Næstu vikur spurðu bæði vinir og fjölskylda stöðugt, hvenær þau gætu keypt þær í búðum á Íslandi.
Af ákveðinni þráhyggju, þarf að viðurkenna, og hreinni ást á sænskri handpillaðri rækju, kviknaði hugmyndin að Krill. Þegar við unnum að viðskiptahugmyndinni sjálfri, ákváðum við, að við myndum eingöngu starfa með framleiðendum sjálbærra vara, svo við gætum gert okkar í verndun umhverfisins.
Nafnið "Krill" kemur af norska orðinu krill, sem þýðir "lítill fiskur", eða kríli á íslensku. Þetta er agnarlítil rækja, kölluð ljósáta, og er ein mikilvægasta fæðuuppspretta fjölmargra stórra sjávarspendýra og minni fisktegunda.
Björgum plánetunni fyrir börnin okkar!
Við erum hópur af ástríðufullum unnendum sjávarfangs, með reynslu af viðskiptum, verkfræði, og sjálfbærni. Það sem leiddi okkur saman er sameiginleg trú okkar , og ósk, um verndun umhverfisins fyrir komandi kynslóðir.
Okkar lausn, er að fá hágæða sjávarfang með sjálfbæran uppruna, og gera það aðgengilegt á markaðstorginu okkar - ekki eingöngu fyrir hinn meðvitaða neytanda, heldur fyrir alla.
Við viljum að reynslan af Krill sé jákvætt ferðalag í heim sjálfbærni, og ávinningi af heilbrigðari lífsstíl.
Þér er boðið með, því við erum rétt að byrja!
Okkar framtíðarsýn er að hjálpa til við að bjarga umhverfinu - einn fisk í einu.
- Sannleikurinn er óheppilegur -
Mjög fáir skilja hvað sjálfbærni raunverulega þýðir, og hvernig þeir geta haft áhrif á plánetuna okkar með því að taka ábyrgar ákvarðanir. Við teljum að við getum skipt máli, og hjálpað fólki að skilja gildi þess að taka skynsamar ákvarðanir, fyrir heilbrigðari plánetu, og heilbrigðari lífsstíl.
Við reynum að lifa samkvæmt grunngildum okkar
Ástríða
Við teljum að ástríða skipti sköpum fyrir velgengni okkar. Hún gefur okkur tilgang, lífsfyllingu, og hvatann til að vinna hörðum höndum að því að ná markmiðum okkar.
Áreiðanleiki
Áreiðanleiki er okkur mjög mikilvægur. Við leitumst við að vera stöðug, áreiðanleg, og vinna traust þitt með því að taka ábyrgð á þeim mistökum sem við gerum.
Sköpun
Við elskum einfaldlega nýjar hugmyndir og hugtök. Við hvetjum til skapandi hugsunar sem færir framtíðarsýn okkar og viðskiptavinum gildi.
Við erum að leita að fólki sem deilir grunngildum okkar
Við erum að leita að góðu fólki í Draumateymið okkar.
Jú, við erum stolt af markaðatorginu okkar, en enn spenntari fyrir vörusýn okkar. Hún mun hafa jákvæð áhrif á umhverfið, og ávinning fyrir viðskiptavini okkar. Meira segjum við ekki í bili, nema þú gangir til liðs við okkur.
Ert þú reyndur sölustjóri í matvælaiðnaðinum, verkfræðingur (bakenda, framenda, allur pakkinn), hæfileikaríkur UX/GUI hönnuður, efnisritari/bloggari, matvæla- og næringarfræðingur, eða sérfræðingur í einhverju öðru sem tengist því sem við erum að gera?
Vinsamlegast, sendu okkur línu á join@krill.is og láttu okkur vita hvernig þú getur hjálpað okkur á ferðalaginu okkar.